Ólafur Stefánsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Stefánsson bóndi í Stóra-Gerði fæddist 11. apríl 1786 á Hvoli í Mýrdal og lést 13. mars 1838 á Suðurnesjum.
Foreldrar hans voru Stefán Guðmundsson bóndi, f. 1750, d. 13. febrúar 1793, og kona hans Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja, f. 1750, d. 15. mars 1836.

Ólafur var 15 ára vinnumaður á Oddsstöðum 1801, bóndi í Gerði a.m.k. 1812-1818. Við húsvitjun 1812 var þar með þeim Vilborg Erlendsdóttir móðir Ólafs og 1816 var Einar sonur þeirra hjá þeim 6 ára, f. á Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Í manntalsskránni 1816 er Stefán sagður fæddur á Hvoli í Mýrdal, en hann er í fæðingaskrá Eyjapresta sagður fæddur á Kirkjubæ í Eyjum 11. apríl 1786.
Þau Guðný fluttust að Tjörnum u. Eyjafjöllum 1818. Á manntali 1835 var hann sagður eignarmaður jarðarinnar, en húsbóndi var Einar sonur þeirra og kona hans Drisjana Þórarinsdóttir húsfreyja. Þórunn barn Einars var þar. Guðný kona Ólafs var 67 ára, Ólafur 48 ára. Þar var einnig móðir Ólafs, Vilborg Erlendsdóttir 85 ára ekkja.
Þau Ólafur og Guðný fluttust ásamt Einari, Drisjönu konu hans og Þórunni barni Einars að Fuglavík á Rosmhvalsnesi 1837.
Ólafur varð úti í „fjúkbyl“ milli Keflavíkur og Garðs 1838. Lík hans fannst eftir 3 vikur frá því hans var saknað.

I. Barnsmóðir Ólafs var Geirlaug Ögmundsdóttir vinnukona, f. 1764, d. 6. febrúar 1825 á Vilborgarstöðum.
Barn þeirra var
1. Björn Ólafsson, f. 29. júlí 1810, jarðsettur 16. apríl 1811. Hann dó úr „barnaveikindum“.

II. Kona Ólafs, (2. september 1810), var Guðný Auðunsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 1. júlí 1839 í Fuglavík.
Börn þeirra hér:
2. Einar Ólafsson bóndi á Tjörnum 1835, f. 5. október 1810 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 20. desember 1839 í Fuglavík á Reykjanesi. Hann var kvæntur Drisjönu Þórarinsdóttur húsfreyju, f. 1799, en hún lést í Fuglavík 18. desember 1839 úr bóludótt.
3. Stefán Ólafsson, f. 7. júlí 1812, d. 12. júlí 1812 úr ginklofa.
4. Andvana fæddur drengur 19. október 1814, „dó í fæðingu“.
5. Sigurður Ólafsson, f. 22. janúar 1817, d. 2. febrúar 1817 „deiði af Vestmannaeyja Barnaveikleika“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.