Ólafur Laufdal Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Grétar Laufdal Jónsson frá Kaupangi við Vestmannabraut 31, veitingamaður fæddist þar 10. ágúst 1944 og lést 24. júní 2023.
Foreldrar hans voru Jón Kristinn Tómas Ólafsson verkamaður, sjómaður, veslunarmaður, síðar í Reykjavík, f. 14. ágúst 1910 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 25. júlí 2003, og kona hans Guðlaug Ragnheiður Guðbrandsdóttir frá Stardal í Kjós., húsfreyja, f. 18. mars 1921, d. 1966.

Börn Guðlaugar Ragnheiðar og Jóns:
1. Sirrý Laufdal Jónsdóttir, f. 13. september 1940 á Svalbarði.
2. Ólafur Laufdal Jónsson, f. 10 ágúst 1944 í Kaupangi.
3. Trausti Laufdal Jónsson, f. 17. maí 1947 í Kaupangi.
4. Hafdís Laufdal Jónsdóttir, f. 12. maí 1949 á Kirkjuvegi 41.
5. Erling Laufdal Jónsson, f. 21. desember 1954.
Hálfbróðir Ólafs, sonur móður hans, er
6. Stefán Laufdal Gíslason, f. 12. júlí 1964.

Ólafur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 12 ára.
Hann nam matreiðslu á Hótel Borg og framreiðslu í Hótel- og veitingaskólanum, lauk námi 1963.
Hann vann á Grillinu á Hótel Sögu, tók við barnum á farþegaskipinu Gullfossi 1964 og stjórnaði til 1966, vann í Glaumbæ uns hann brann 1971. Þá vann hann á Óðali í Austurstræti, var þar yfirþjónn og eignaðist þriðjung í staðnum, vann þar til 1978, en þá bauðst honum að kaupa Sesar í Ármúla, beyti nafninu í Hollywood, rak staðinn allan 9. áratuginn. Þá var hann kominn með Broadway í Mjódd, byggði neðri hæðina og átti hana. Þar tók hann inn ýmsa erlenda skemmtikrafta, sem höfðu ekki verið áður á landinu, síðar einnig á Hótel Íslandi í Ármúla 9, sem hann reisti á miðjum 9. áratugnum. Alls var hann með 90 erlenda skemmtikrafta á borð við Fats Domino, Tom Jones, Jerry Lee Lewis og Tammy Wynette. Um skeið var Ólafur með Hollywood, Broadway, Hótel Ísland og Hótel Borg í rekstri og Hótel Borg rak hann í 13 ár. Reykjavíkurborg keypti Broadway af Ólafi upp úr 1990 og hann rak Hótel Ísland til aldamóta. Þá tók Arnar sonur hans við Hótel Íslandi og rak það um áratug.
Um það leyti flutti Ólafur í Grímsnes. Þar byggði hann upp þorp, Hótel Grímsborgir með gistingu fyrir 240 manns í 16 húsum. Þar rúmast fundir, tónleikar, brúðkaup og fleira.
Hann eignaðist barn með Herdís Hauksdóttur 1963.
Hann eignaðist barn með Jónu Hafsteinsdóttur 1965.
Hann eignaðist barn með Helgu Kristjönu Austmann Jóhannsdóttur 1968.
Þau Kristín giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 2023.

I. Barnsmóðir Ólafs var Herdís Hauksdóttir, f. 23. desember 1945, d. 18. mars 2023.
Barn þeirra:
1. Jón Hermann Laufdal Ólafsson, f. 15. mars 1963.

II. Barnsmóðir Ólafs var Jóna Hafsteinsdóttir, f. 27. nóvember 1943, d. 16. nóvember 2013.
Barn þeirra:
2. Steinunn Laufdal Ólafsdóttir, f. 7. október 1965.

III. Barnsmóðir Ólafs er Helga Kristjana Austmann Jóhannsdóttir, f. 18. apríl 1952.
Barn þeirra:
3. Berglind Ólafsdóttir þroskaþjálfi í Reykjavík, f. 29. júní 1968.

III. Kona Ólafs, (nóvember 1971), er Kristín Ketilsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1950 á Hólmavík. Foreldrar hennar Ketill Berg Björnsson járnsmiður, vélsmiður, verkstjóri í Héðni í Reykjavík, f. 22. ágúst 1920, d. 7. desember 1994, og Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir listakona og hönnuður, f. 16. desember 1919, d. 18. desember 2016.
Börn þeirra:
4. Arnar Laufdal Ólafsson eigandi og stofnandi Kaptio, f. 22. nóvember 1969.
5. Ragnheiður Katla Laufdal Ólafsdóttir, guðfræðingur og sálfræðingur, f. 14. október 1970.
6. Jón Kristinn Laufdal Ólafsson auglýsingastjóri, f. 16. ágúst 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.