Í Herjólfsdal (1985)
Fara í flakk
Fara í leit
Þjóðhátíðarlag | ||
1984 | 1985 | 1986 |
Í Herjólfsdal var þjóðhátíðarlagið árið 1985.
- Í Herjólfsdal vil ég vera,
- vaka þar kvöldin löng.
- Ævintýrin bjarmar bera,
- brekkurnar óma af söng.
- Mig heilla dalsins hlýju ágústnætur
- við húmsins skýru ævintýrasýn.
- Logar bálið, lýsir klettarætur,
- leiðist æskan fram með tjarnarbrún.
- Hér vil ég lifa, leika í skjóli fjalla
- og líta yfir ævi farinn veg.
- Ef að ég mætti öll þau afturkalla
- árin sem að liðu á hulduveg.
- Í Herjólfsdal vil ég vera,
- vaka þar kvöldin löng.
- Ævintýrin bjarmar bera,
- brekkurnar óma af söng.
- Hvað er fegra en dalsins frjálsu stundir
- fannhvít tjöld og bál í klettasal
- Fagra söngva fjöllin taka undir
- friður ríkir inni í Herjólfsdal.
- Í Herjólfsdal vil ég vera,
- vaka þar kvöldin löng.
- Ævintýrin bjarmar bera,
- brekkurnar óma af söng.
- Lag: Lýður Ægisson
- Texti: Guðjón Weihe