Ástríður Helgadóttir (Fagrafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Helgadóttir frá Helgastöðum á Stokkseyri, húsfreyja fæddist 28. ágúst 1883, d. 30. nóvember 1970.
Foreldrar hennar voru Helgi Pálsson frá Simbakoti á Eyrarbakka, bóndi á Helgastöðum á Stokkseyri, f. 9. ágúst 1859, d. 16. ágúst 1945 í Eyjum, og kona hans Anna Diðriksdóttir frá Fosshjáleigu í Laugardælasókn, Árn., húsfreyja, f. 29. nóvember 1850, d. 27. nóvember 1937.

Ástríður var með foreldrum sínum.
Þau Sæmundur giftu sig 1908, eignuðust 9 börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta aldursári þeirra.
Þau bjuggu í Baldurshaga á Stokkseyri, fluttu til Eyja 1935, bjuggu á Fagrafelli við Hvítingaveg 5 og síðar í Knarrarhöfn við Fífilgötu 8.
Sæmundur lést 1955 og Ástríður 1970.

I. Maður Ástríðar, (1908), var Sæmundur Benediktsson frá Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi, sjómaður, verkamaður, f. 6. desember 1879, d. 5. september 1955.
Börn þeirra:
1. Benedikt Elías Sæmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 7. október 1907, d. 3. október 2005.
2. Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1909, d. 24. apríl 1993.
3. Anna Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1909, d. 26. mars 1998.
4. Ástmundur Sæmundsson bóndi, f. 23. október 1910, d. 28. júlí 1985.
5. Ágúst Sæmundsson, f. 10. ágúst 1912, d. 12. nóvember 1912.
6. Þorgerður Sæmundsdóttir, f. 27. ágúst 1914, d. 18. nóvember 1914.
7. Þorvaldur Sæmundsson kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.
8. Helgi Sæmundsson rithöfundur, blaðamaður, f. 17. júlí 1920, d. 18. febrúar 2004.
9. Ástbjartur Sæmundsson skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri, f. 7. febrúar 1926, d. 9. ágúst 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.