Ástgeir Guðmundsson
Fara í flakk
Fara í leit
Ástgeir Guðmundsson, Litlabæ, fæddist 27. október 1858 og lést 30. september 1943.
Foreldrar Ástgeirs voru Guðmundur Ögmundsson járnsmiður, f. 16. apríl 1833, d. 27. maí 1914, og barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir, f. 1822, d. 29. september 1902.
Synir Ástgeirs hétu Valdimar, Kristinn, Ólafur og Magnús.
Ástgeir flutti alfarið til Vestmannaeyja 1880. Hann var formaður á Sæborgu sem hann smíðaði sjálfur. Var hann með hana í tvær vertíðir en hætti þá formennsku. Sonur Ástgeirs, Magnús, var við formennsku á Sæborgu á eftir föður sínum. Eftir að Ástgeir hætti formennsku hóf hann bátasmíði. Mun hann hafa smíðað 10 mótorbáta í Eyjum og marga á Stokkseyri.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.