Árný Fjóla Stefánsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Árný Fjóla Stefánsdóttir.

Árný Fjóla Stefánsdóttir, húsfreyja, starfsmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fæddist 9. desember 1923 og lést 30. nóvember 1996 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Stefán Guðnason, f. 8. október 1882, d. 2. desember 1974, og Vigdís Sæmundsdóttir, f. 7. september 1888, d. 15. febrúar 1969.

Árný eignaðist barn með Georg 1948.
Þau Stefán Agnar giftu sig 1955, eignuðust sex börn og Stefán átti barn áður. Þau bjuggu í Rvk.
Árný flutti til Eyja 1990, bjó hjá Hildi Hrönn dóttur sinni og síðar hjá Heiðari Erni syni sínum.
Hún lést 1996.

I. Barnsfaðir Árnýjar er Georg Bergfors, sænskur að ætt.
Barn þeirra:
1. Þuríður Margrét Georgsdóttir, fiskverkakona, verkstjóri, f. 6. mars 1948, d. 19. september 2005.

II. Maður Árnýjar var Stefán Agnar Magnússon, bryti, f. 27. nóvember 1916, d. 9. september 1974. Foreldrar hans Magnús Sigurður Magnússon, f. 31. mars 1879, d. 1. október 1977, og Jóhanna Jóhannesdóttir Zoega, f. 23. febrúar 1887, d. 14. janúar 1967.
Börn þeirra:
1. Vigdís Stefánsdóttir, f. 1955.
2. Gunnar Héðinn Stefánsson, f. 1956.
3. Ríkharður Jón Zoega Stefánsson, f. 1959.
4. Heiðar Örn Zoega Stefánsson, f. 1962.
5. Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir, f. 1962.
6. Kai August Gunderson, ættleiddur til Noregs, f. 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.