Ágústa Björg Hálfdánardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Björg Hálfdánardóttir, húsfreyja, starfsmaður á hæfingarstöð fatlaðra, verslunarmaður, fæddist 17. ágúst 1957 í Eyjum.
Foreldrar hennar Hálfdán Ágúst Jónsson, bifreiðastjóri í Rvk, f. 12. febrúar 1933, d. 12. maí 2010, og kona hans Ásrún Björg Arnþórsdóttir, húsfreyja, f. 26. mars 1937, d. 6. október 2017.

Börn Ásrúnar Bjargar og Hálfdánar Ágústs:
1. Arnþór Helgi Hálfdánarson, f. 17. ágúst 1957 í Eyjum. Fyrri kona hans Guðrún Júlía Jensdóttir. Kona hans Guðlaug Bernódusdóttir.
2. Ágústa Björg Hálfdánardóttir, f. 17. ágúst 1957 í Eyjum. Barnsfaðir Guðmundur Oddbergsson. Maður hennar Guðni Agnarsson.
3. Gunnhildur Hálfdánardóttir, f. 11. nóvember 1958 í Eyjum. Maður hennar Guðmundur Karvel Pálsson.
4. Jón Víkingur Hálfdánarson, f. 24. júní 1961. Kona hans Sigríður Erlendsdóttir.
5. Anna Margrét Hálfdánardóttir, f. 28. október 1962. Fyrri maður hennar Jón Bergmann Skúlason. Maður hennar Guðbergur Guðnason.

Ágústa eignaðist barn með Guðmundi 1975.
Þau Guðni giftu sig 2007, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Blönduósi.
Guðni lést 2024.

I. Barnsfaðir Ágústu Bjargar er Guðmundur Oddbergsson, bifreiðastjóri, f. 22. desember 1952.
Barn þeirra:
1. Þórhildur Rún Guðmundsdóttir, f. 9. júlí 1975. Maður hennar Kristinn Helgason, rekstrarfræðingur.

II. Maður Ágústu Bjargar, (2. febrúar 2007), var Guðni Agnarsson, bifreiðastjóri, f. 2. febrúar 1947, d. 8. apríl 2024. Móðir hans Guðríður Hansdóttir, f. 29. desember 1929, d. 11. apríl 2005. Faðir hans var bandaríkjamaður.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Ágústa Guðnadóttir, f. 7. apríl 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.