Ágústa Berg Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Berg Sveinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari fæddist 9. ágúst 1960.
Foreldrar hennar Sveinn Gunnþór Halldórsson frá Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, síðar hafnarvörður, f. 2. maí 1938, og kona hans Þóra Birgit Bernódusdóttir frá Borgarhól við Kirkjuveg 11, húsfreyja, fiskvinnslukona, netagerðarkona, aðstoðarkona tannlæknis, f. 8. desember 1942, d. 26. janúar 2013.

Börn Þóru og Sveins:
1. Ágústa Berg Sveinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 9. ágúst 1960. Maður hennar Gunnar Árni Vigfússon.
2. Bára Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1962, d. 4. febrúar 2004. Maður hennar Jóhannes K. Steinólfsson. Barnsfaðir hennar Þorlákur Guðmundsson.
3. Bernódus Sveinsson slökkviliðsmaður á Seltjarnarnesi, f. 19. júní 1971. Kona hans Kristín Björg Svövudóttir.
Barn Sveins með Ernu Sveinsdóttur:
4. Gísli Guðni Sveinsson sjómaður, f. 26. september 1958.

Þau Gunnar Árni giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Seyðisfirði.

I. Maður Ágúst Berg er Gunnar Árni Vigfússon frá Seyðisfirði, sjómaður, f. 4. janúar 1959. Foreldrar hans Sigríður Jónsdóttir, f. 15. mars 1917, d. 24. febrúar 2009, og Vigfús Eiríkur Jónsson, f. 1. desember 1903, d. 2. ágúst 1980.
Börn þeirra:
1. Agnes Berg Gunnarsdóttir, f. 24. nóvember 1996.
2. Sveinn Gunnþór Gunnarsson, f. 23. ágúst 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.