Ágúst Theodór Lárusson (Velli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Theodór Lárusson frá Velli, sjómaður fæddist þar 13. ágúst 1907 og lést 7. júlí 1933.
Foreldrar hans voru Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi á Velli, síðar verkamaður á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og kona hans Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1879 í London, d. 27. september 1956.

Börn Elsu Dórótheu og Lárusar:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir vinnukona, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson sjómaður, f. 6. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1955.
3. Ágúst Theodór Lárusson sjómaður, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson málarameistari, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
6. Unnur Halla Lárusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. september 1916, d. 20. desember 2004.
Ágúst Theodór var með foreldrum sínum í æsku. Foreldrar hans skildu 1923.
Hann var með móður sinni á Velli 1930.
Ágúst Theodór lést 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.