Vilborg Guðjónsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vilborg Guðjónsdóttir.

Vilborg Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, ritari fæddist 22. ágúst 1924 á Oddsstöðum og lést 8. maí 2015.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og síðari kona hans Guðrún Grímsdóttir.

Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugu Pétursdóttur húsfreyju:
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyju, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.


ctr


Við hænsnakofann á Oddsstöðum árið 1936.
Talið frá vinstri: Vilborg Guðjónsdóttir Oddsstöðum, Sigurjón Einarsson Eystri Oddsstöðum og Guðrún Kristófersdóttir Bjarmahlíð.


Vilborg var með foreldrum sínum í æsku, lauk námi við Gagnfræðaskólann 1942. Hún vann við afgreiðslu- og gjaldkerastörf hjá Sjúkrasamlaginu í Eyjum til ársins 1944. Veturinn 1944-1945 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún vann í tvö ár hjá Póstinum í Vestmannaeyjum en árið 1947 hóf hún störf hjá Símanum.
Hún fluttist til Reykjavíkur við giftingu sína 1954.
Frá árinu 1965-1994 vann hún við Orðabók háskólans og frá því um 1980 til 2004 starfaði hún jafnframt sem prófgæslumaður við Háskólann.
Vilborg söng í Vestmannakórnum og kirkjukórnum í Eyjum meðan hún bjó þar.
Hún giftist Jóni Aðalsteini 1954 og eignaðist með honum 3 börn. Síðustu þrjú ár sín dvaldi Vilborg á hjúkrunarheimilinu Grund.
Jón Aðalsteinn lést 2006 og Vilborg 2015.

Maður Vilborgar, (9. júlí 1954), var Jón Aðalsteinn Jónsson cand.mag., kennari, orðabókarritstjóri, f. 12. október 1920, d. 29. júlí 2006. Foreldrar hans voru Jón Ormsson, rafvirkjameistari frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 20. maí 1886, d. 4. janúar 1973, og kona hans Jónína Sigríður Jónsdóttir frá Giljum í Mýrdal, f. 2. febrúar 1898, d. 26. nóvember 1994.
Börn þeirra:
1. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur, leikdómari, fyrrverandi forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, f. 7. júlí 1955.
2. Guðjón Jónsson efnaverkfræðingur, f. 4. maí 1958. Kona hans er Elísabet Jóna Sólbergsdóttir húsfreyja, lyfjafræðingur, f. 13. mars 1958.
3. Sigríður Sía Jónsdóttir ljósmóðir, f. 2. september 1959. Fyrri maður hennar var Hrafn Óli Sigurðsson, f. 24. febrúar 1956. Síðari maður hennar er Birgir Karl Knútsson, f. 20. september 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. maí 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.