Valdimar Bjarnason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Valdimar Bjarnason, Staðarhóli, er fæddur að Kársdalstungu í Vatnsdal 17. mars 1894. Valdimar fór til Vestmannaeyja árið 1914 og byrjaði sjómennsku á Óskari hjá Gísla Magnússyni en síðar á hjá Bernódusi Sigurðssyni í Stakkagerði. Valdimar hóf formennsku árið 1919 á Braga og var fljótt heppinn fiskimaður. Valdimar lést 17 febrúar 1970 75 ára að aldri.

Valdimar var aflakóngur Vestmannaeyja 1925 og 1927.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.