Unnur Ingibergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Ingibergsdóttir frá Oddum í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 22. desember 1881 og lést 27. júní 1975.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Ólafsson bóndi, f. 8. janúar 1851 í Bakkakoti í Meðallandi, d. 24. nóvember 1934 á Skógtjörn á Álftanesi, og kona hans Unnur Pálsdóttir frá Undirhrauni í Meðallandi, húsfreyja, f. þar 30. ágúst 1845, d. 13. september 1922 á Skógtjörn.

Unnur var hjá foreldrum sínum á Oddum til 1883, í Langholti þar 1883-1894, á Feðgum þar 1894-1903.
Þau Magnús giftu sig 1902, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Feðgum 1903-1904. Hún var húskona í Langholti 1904-1905, á Feðgum 1905-1906, í Sandaseli í Meðallandi 1906-1908. Þau Magnús fluttu til Reykjavíkur 1908. Hún var húsfreyja þar 1908-1909, á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1909-1910, í Gíslakoti á Álftanesi 1910.
Hún flutti til Eyja 1919, var húsfreyja þar 1920, fór til Rvk 1929, bjó þar með Magnúsi 1930, húsfreyja þar 1939, var hjá syni sínum þar 1948 og 1962.
Magnús lést 1941 og Unnur 1975.

I. Maður Unnar, (16. júlí 1902), var Magnús Jónsson Skaftfells næturvörður, bóndi, kaupmaður, f. 4. mars 1876, d. 16. september 1941.
Börn þeirra:
1. Óskar Jón Magnússon Skaftfells, f. 10. febrúar 1900, d. 8. október 1976.
2. Marteinn Jón Magnússon Skaftfells kaupmaður, kennari, f. 14. ágúst 1903, d. 20. febrúar 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.