Sæþór Árni Hallgrímsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæþór Árni Hallgrímsson forstöðumaður framkvæmda hjá Orkunni fæddist 31. desember 1964.
Foreldrar hans Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010, og maður hennar Hallgrímur Garðarsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. nóvember 1940, d. 22. desember 1981.

Börn Addýjar og Hallgríms:
1. Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, f. 4. apríl 1961. Barnsfeður hennar Eiríkur Óli Árnason og Ísleifur Helgi Waage.
2. Sæþór Árni Hallgrímsson, f. 31. desember 1964. Sambúðarkona hans Ingibjörg Guðjónsdóttir. Kona hans Sara Jóna Haraldsdóttir.
3. Berglind Halla Hallgrímsdóttir, f. 10. ágúst 1967. Menn hennar Jóhann Ólafur Ólason og Valgeir Helgi Bragason.
Barn Addýjar og fósturbarn Hallgríms:
4. Marta Guðjóns Svavarsdóttir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Jónas Þór Hreinsson.

Þau Ingibjörg hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Sara Jóna giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á tvö börn. Þau búa í Kópavogi.

I. Fyrrum sambúðarkona Sæþórs Árna er Ingibjörg Guðjónsdóttir sölumaður hjá Bláa lóninu, f. 22. apríl 1972. Foreldrar hennar Guðjón Ingi Sigurðsson, f. 1. október 1936, d. 7. apríl 2022, og Svava Valgeirsdóttir, f. 28. ágúst 1942, d. 30. nóvember 2007.
Börn þeirra:
1. Sara Líf Sæþórsdóttir, f. 1. apríl 2003.
2. Eva Marín Sæþórsdóttir, f. 30. júlí 2009.

II. Kona Sæþórs Árna er Sara Jóna Haraldsdóttir úr Kópavogi, húsfreyja, íþróttakennari, f. 15. maí 1971. Foreldrar hennar Haraldur Guðbjartur Erlendsson, f. 18. júní 1945, og Pamela Susan Guest Erlendsson frá Guyana, f. 2. maí 1945, d. 1. nóvember 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.