Sverrir Hákonarson (Helli)
Sverrir Hákonarson frá Helli, sjómaður, matsveinn fæddist þar 10. janúar 1941 og lést 30. júlí 2015 á Stapavöllum í Reykjanesbæ.
Foreldrar hans voru Hákon Maríusson sjómaður frá Húsavík, f. 24. maí 1909, d. 29. ágúst 1982, og barnsmóðir hans Elsa Dóróthea Sigurðardóttir verslunarmaður, síðar húsfreyja í Eyjum og á Húsavík, f. 4. nóvember 1922, d. 7. júní 1982.
Sverrir var með móður sinni og móðurforeldrum í Helli fyrstu átta ár ævinnar, en þá var hann sendur til föður síns og Fjólu Kristjánsdóttur konu hans á Húsavík. Þar ólst hann upp.
Sverrir fór til sjós 16 ára gamall, messagutti á flutningaskipi og var síðan tíu ár á fiskibátnum Helga Flóventsyni frá Húsavík og tíu ár á Freyju frá Garði. Eftir sjómennskuna vann Sverrir sem matsveinn í mötuneyti varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli í 33 ár. Eftir brotthvarf varnaliðsins vann Sverrir í tvö ár í Íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut í Keflavík.
Þau Ásdís giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu m.a. á Elliðavöllum, á Nesvöllum og Stapavöllum í Keflavík.
Sverrir lést 2015.
I. Kona Sverris, (14. apríl 1963), er Ásdís Kristinsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1944. Foreldrar hennar voru Kristinn Einar Steingrímsson sjómaður, síðar bóndi á Nýja-Sjálandi, f. 13. október 1922, d. 31. ágúst 2018, og Bára Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Keflavík, f. 10. ágúst 1925, d. 11. nóvember 2008.
Börn þeirra:
1. Valgeir Freyr Sverrisson knattspyrnuþjálfari, f. 6. janúar 1963. Kona hans Þórdís Björg Ingólfsdóttir.
2. Bylgja Sverrisdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, körfuboltaþjálfari, f. 25. apríl 1970. Maður hennar Alexander Ragnarsson.
3. Sverrir Þór Sverrisson málarameistari, f. 23. maí 1975. Kona Auður Rósalind Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 13. ágúst 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Valgeir Freyr.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.