Sveinn Ásgeirsson (stýrimaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Ásgeirsson, sjómaður, stýrimaður fæddist 8. janúar 1974 í Rvk.
Foreldrar hans Ásgeir Ingi Þorvaldsson frá Blönduósi, múrarameistari, f. 16. júlí 1948, d. 16. október 2020, og kona hans Guðfinna Sveinsdóttir, húsfreyja, lyfjatæknir, f. 1. maí 1954.

Börn Ásgeirs Inga og Sigrúnar:
1. María Nsamba Ásgeirsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. desember 1968 á Blönduósi. Fyrri maður hennar Kristófer Jónsson sjómaður. Maður hennar Martin Nsamba.
2. Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sjómaður í Eyjum, sölu- og markaðsstjóri í Rvk, f. 30. nóvember 1971 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Soffía Birna Hjálmarsdóttir.
Börn Guðfinnu og Ásgeirs Inga:
1. Sveinn Ásgeirsson sjómaður, stýrimaður, f. 8. janúar 1974 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Alda Ómarsdóttir.
2. Borgþór Ásgeirsson sálfræðingur, markaðsfræðingur. Hann er Senior Learner Designer í Cambridge á Englandi, f. 20. mars 1980 í Eyjum. Kona hans Birgitta Sif Jónsdóttir.

Þau Sigrún Alda giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Höfðaveg 18.

I. Kona Sveins er Sigrún Alda Ómarsdóttir, húsfreyja, kaupmaður, f. 12. maí 1976.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Dís Sveinsdóttir, f. 1. ágúst 2001.
2. Gunnar Bjarki Sveinsson, f. 3. janúar 2004.
3. Ómar Smári Sveinsson, f. 30. júlí 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.