Sveindís Norðmann Alexandersdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveindís Norðmann Alexandersdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja fæddist 31. maí 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Torfi Alexander Helgason sjómaður, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. 22. nóvember 1972, og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1925 á Siglufirði, d. 19. febrúar 2004.

Börn Guðlaugar og Alexanders:
1. Guðrún Alexandersdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. febrúar  1946 á Siglufirði. Maður hennar Gísli Guðgeir Guðjónsson.
2. Anna Ragna Alexandersdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 3. október 1952 á Siglufirði. Fyrrum maður hennar Jock Kim Tan. Maður hennar Lúðvík Haraldsson.
3. Drengur, sem lést nýfæddur.
4. Sveindís Norðmann Alexandersdóttir húsfreyja,  í Þorlákshöfn, f. 31. maí  1958 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Garðar Guðnason. Maður hennar Guðmundur Óskarsson.

Sveindís var með foreldrum sínum fyrstu 14 ár sín, en faðir hennar lést 1972. Hún fluttist með móður sinni til Þorlákshafnar, síðar til Reykjavíkur.
Sveindís eignaðist barn með Garðari 1977.
Þau Guðmundur giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn.

I.              Barnsfaðir Sveindísar er Garðar Guðnason, múrari, f. 1. maí 1958.
Barn þeirra:
1.    Berglind Garðarsdóttir, leikskólakennari í Rvk, f. 16. september 1977. Barnsfaðir Einar Már Jónsson.
II.           Maður Sveindísar, (27. september 1981), er Guðmundur Óskarsson sjómaður, f. 14. júní 1958 á Bjarnastöðum í Selvogshreppi, Árn. Foreldrar hans Óskar Þórarinsson bóndi, f. 4. janúar 1918 á Bjarnastöðum, d. 3. janúar 1981, og kona hans Guðný Guðnadóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1927 í Þorkelsgerði í Selvogi, d. 1. september 2003 í Þorlákshöfn.
Börn þeirra:
1.    Alexander Guðmundsson, f. 26. júní 1981.
2.    Hafþór Guðmundsson, f. 28. febrúar 1984.
3.    Anna Júlíana Guðmundsdóttir, f. 2. júní 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.