Svala Björk Austfjörð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svala Björk Austfjörð Hólmgeirsdóttir, húsfreyja, tanntæknir, fæddist 5. maí 1998 í Eyjum.
Foreldrar hennar Jóhanna Inga Jónsdóttir, húsfreyja, matartæknir við Leikskólann á Sóla, f. 3. mars 1972, og maður hennar Hólmgeir Austfjörð, sjómaður, stýrimaður, síðan matsveinn á Heimaey, f. 2. október 1974.

Börn Jóhönnu Ingu og Hólmgeirs:
1. Óli Bjarki Austfjörð, f. 13. nóvember 1996.
2. Svala Björk Austfjörð, f. 5. maí 1998.
3. Jón Örvar Austfjörð, f. 6. nóvember 2003.

Þau Logi giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa við Heiðarveg 11.

I. Maður Svölu Bjarkar er Logi Snædal Jónsson, rafvirki, f. 26. janúar 1998. Foreldrar hans Jón Snædal Logason, skipstjóri, f. 11. ágúst 1971, og kona hans Berglind Kristjánsdóttir, húsfreyja, glerlistakona, kaupmaður, kokkur, f. 8. október 1971.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Björk Logadóttir, f. 9. nóvember 2019.
2. Jón Snædal Logason, f. 20. júní 2024.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.