Steinunn Sveinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Sveinsdóttir húsfreyja, viðurkenndur bókari, skrifstofumaður hjá Námsgagnastofnun, fæddist 20. maí 1959 á Lundi.
Foreldrar hennar Guðný Eyjólfsdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 10. júlí 1936, d. 24. janúar 2020, og Sveinn Þórarinsson vélvirki, vélstjóri, f. 10. nóvember 1935.

Börn Guðnýjar og Sveins:
1. Steinunn Sveinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Námsgagnastofnun, viðurkenndur bókari, f. 8. febrúar 1957 í Eyjum. Maður hennar er Eyjólfur Karlsson.
2. Helga Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, bókari, f. 20. maí 1959 á Lundi. Maður hennar er Robert McKee.
3. Linda Dögg Sveinsdóttir húsfreyja, kennari á Selfossi, f. 6. júní 1974. Maður hennar er Árni Þór Guðjónsson.

Þau Eyjólfur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann á þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Maður Steinunnar er Eyjólfur Karlsson, slökkviliðsmaður, f. 27. júní 1948. Foreldrar hans Diljá Gróa Stefánsdóttir, f. 6. ágúst 1928, d. 10. október 2004, og Karl Gunnarsson, f. 22. júní 1924, d. 22. nóvember 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.