Steinn Grétar Kjartansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinn Grétar Kjartansson frá Hrauni við Landagötu 4 sjómaður, starfsmaður Landhelgisgæslunnar fæddist þar 7. ágúst 1944.
Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson frá Hrauni, útgerðarmaður, f. þar 23. maí 1905, d. 19. september 1984, og kona hans Ingunn Sæmundsdóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 30. júní 1902, d. 22. ágúst 1982.

Börn Ingunnar og Kjartans:
1. Sæmundur Kjartansson læknir, f. 27. september 1929 í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, d. 21. september 2014. Fyrrum kona hans Málfríður Anna Guðmundsdóttir kennari. Fyrrum kona hans Bergljót María Halldórsdóttir lífeindafræðingur.
2. Ólafur Kjartansson, f. 12. mars 1940, d. 10. nóvember 1945.
3. Steinn Grétar Kjartansson býr í Reykjavík, sjómaður, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, f. 7. ágúst 1944 á Hrauni. Kona hans Hrafnhildur Óskarsdóttir.

Steinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1960, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1965, las læknisfræði í Háskóla Íslands um skeið.
Steinn varð skipverji hjá Landhelgisgæslunni í u.þ.b 15 ár, var á Árvakri, Þór og Ægi. Síðan vann hann hjá Flugdeild Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í 25 ár, hætti þar sjötugur.
Þau Hrafnhildur giftu sig 1992, eignuðust eitt barn. Þau búa við Réttarholtsveg í Reykjavík.

I. Kona Steins, (5. desember 1992), er Hrafnhildur Óskarsdóttir frá Kópavogi, húsfreyja, f. 4. maí 1958. Kjörforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Óskar Bernharð Jónsson sjómaður, f. 11. mars 1909, d. 25. apríl 1988, og kona hans Svava Laufey Eggerz Kristinsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913, d. 30. desember 2000.
Barn þeirra:
1. Laufey Steinsdóttir viðskiptafræðingur, leikskólastarfsmaður, f. 16. ágúst 1992. Maður hennar Einar Trausti Vilhjálmsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.