Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur fæddist 26. nóvember 1951 í Reykjavík og lést 16. janúar 2018.
Foreldrar hennar Guðjón Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 21. febrúar 1928, d. 13. mars 2008, og Elísabet Sveinsdóttir sjúkraliði, f. 8. september 1926, d. 20. ágúst 1989. Uppeldisfaðir Sonju var Hallgrímur Valgeir Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 5. október 1930, d. 11. maí 2004.

Sonja varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi, var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1971-1972, lauk ljósmæðraprófi 30. september 1974. Hún varð hjúkrunarfræðingur í Háskóla Íslands 2003.
Hún var ljósmóðir við Sjúkrahúsið í Eyjum 1. janúar til 16. ágúst 1975, á fæðingadeild Landspítalans júní 1975 til september 1981 og frá 1. júní 1982, á Sólvangi í Hafnarfirði 15. september 1981 til 1. júní 1982.
Sonja eignaðist barn með Benjamín 1974.
Þau Guðmundur giftu sig 1975, eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Barnsfaðir Sonju er Benjamín Gonzales, f. 27. apríl 1947.
Barn þeirra:
1. Gísli Valgeir Gonzales, f. 17. janúar 1974. Barnsmóðir hans Anna Sólmundsdóttir. Kona hans Auður Björg Jónsdóttir.

II. Maður Sonju, (6. september 1975, skildu), var Guðmundur Júlíus Bernharðsson, f. 9. maí 1951, d. 24. mars 2021. Foreldrar hans Bernharður Guðmundsson, f. 17. október 1930, d. 5. október 2006 og Guðrún Guðjónsdóttir, f. 19. maí 1928, d. 12. apríl 2019.
Börn þeirra:
2. Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10. október 1978. Maður hennar Jón Gunnar Kristjánsson.
3. Bernharður Guðmundsson, f. 21. desember 1983. Kona hans Eygló Ingadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Morgunblaðið 25. janúar 2018. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.