Solveig Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Solveig Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1752 og lést 2. júlí 1829.

Solveig var húsfreyja í Berjanesi u. Eyjafjöllum, en var komin að Miðhúsum 1788. Hún var húsfreyja í Dölum 1791 og 1792, en á Vilborgarstöðum 1801 og lést 1829.

Maður Solveigar var Erlendur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 11. apríl 1754, d. 5. júní 1807.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Erlendsdóttir, f. 15. nóvember 1788, d. 22. júlí 1860.
2. Helga Erlendsdóttir, f. í febrúar 1791, d. 4. mars 1791 úr ginklofa.
3. Helga Erlendsdóttir, f. 27. mars 1792, d. 1. apríl 1792 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.