Sjóveiki

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeim dettur í hug þegar þeir hugsa um Vestmannaeyjar, þá er það sjóveiki sem kemur einna fyrst í hug. Svo nátengd er þessi auðlæknandi sjúkdómur Eyjunum. Allir sem ferðast hafa með Herjólfi hafa upplifað sjóveiki, annað hvort beint eða óbeint. Annars hraustir peyjar eignast sínar fyrstu minningar úr kojum fiskiskipana með höfuðið ofan í fötu og fyrstu dagar fiskiferilsins fara í að vinna bug á sjóveikinni án þess að nota augljósustu aðferðina. Mikill grínisti frá Bretlandseyjum sagði að besta lækningin við sjóveiki væri að sitja undir tré. Mikill sannleikur hvílir í orðum hans, þó að erfitt sé að nota þessa aðferð vegna trjáskorts á Heimaey.



Tenglar: