Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/Miklir gæfumenn
![](/images/thumb/b/b9/Screen_Shot_2017-07-26_at_08.55.01.png/500px-Screen_Shot_2017-07-26_at_08.55.01.png)
![](/images/thumb/e/e3/Screen_Shot_2017-07-26_at_08.55.14.png/300px-Screen_Shot_2017-07-26_at_08.55.14.png)
Karl Guðmundsson skipstjóri á m/b Hafliða VE 13 og áhöfn hans björguðu barni sem féll í sjóinn af syðri hafnargarðinum.
7. júlí 1981 var m/b Hafliði að koma úr róðri og var kominn inná mótsvið syðri hamargarð þegar áhöfnin kom auga á litla stúlku sem fallið hafði í sjóinn af hafnargarðinum en þar hafði hún verið að leik ásamt fleiri börnum. Vel gekk að ná litlu stúlkunni um borð í Hafliða.
Stúlkan heitir Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir og var 10 ára gömul.
24. ágúst 1981 bjargaði Óli Þór Alfreðsson sex ára gömlum dreng sem fallið hafði í sjóinn við Bæjarbryggjuna. Drengurinn var mjög hætt kominn þegar Óla Þór bar að. Erlend stúlka sem stödd var á bryggjunni veitti Óla aðstoð við að lífga drenginn. Ekki vitum við nafn hennar. Nafn drengsins er Bjarki Bragason Vestmannabraut 60.