Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Prestasteinn
Fara í flakk
Fara í leit
Við rætur Helgafells að norðan, efst í Skuldartúninu gamla, er hraunhóll einn stæðilegur, er Prestasteinn heit-ir. Þangað teygir sig nú byggðin næst Helgafelli. Munnmæli herma að nafn Presta-steins sé þannig til komið: Fyrr á árum voru tvö prestaköll í Vestmannaeyjum, sat annar prestur¬inn að Ofanleiti en hinn á Kirkjubæ. Sagt er að þegar annar presturinn fór að finna hinn, hafi sá er heimsóttur var jafnan fylgt hinum heim á leið að heimsókn lokinni og að hraunhóli þessum, en þaðan sá vel til beggja bæjanna, Ofanleitis og Kirkjubæjar. Af þessari siðvenju hafi hraunhóllinn svo hlotið nafnið Prestasteinn.