Silvía Björk Birkisdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Silvía Björk Birkisdóttir, hársnyrtir fæddist 3. nóvember 1987 í Rvk. Foreldrar hennar voru Birkir Agnarsson, netagerðarmaður, f. 8. maí 1959 í Eyjum, og kona hans Inga Hrönn Guðlaugsdóttir, húsfreyja, f. 4. nóvember 1958 í Eyjum.

Börn Ingu Hrannar og Birkis:
1. Anna Kristín Birkisdóttir, viðskiptafræðingur, f. 21. september 1979 í Eyjum. Maður hennar Hörður Þór Sigurðsson.
2. Silvía Björk Birkisdóttir, húsfreyja, f. 3. nóvember 1987 í Rvk. Sambúðarmaður hennar Björn Kristjánsson.
3. Bylgja Dís Birkisdóttir, húsfreyja, f. 19. júlí 1993 í Eyjum. Maður hennar Bragi Jónsson.

Þau Björn hófu sambúð, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Reykhólum í Barð., fluttu til Eyja fyrir 11 árum, búa við Áshamar 65.

I. Sambúðarmaður Silvíu Bjarkar er Björn Kristjánsson, netagerðarmaður, f. 26. október 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.