Sigurður Kristinsson (Illugagötu)

Sigurður Kristinsson kerfisfræðingur, tónlistarmaður, lék með Sniglabandinu, fæddist 7. desember 1964 ogt lést 22. júlí 2024.
Foreldrar hans Kristinn Karlsson bifvélavirkjameistari, stöðvarstjóri, f. 4. október 1936, og kona hans Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941, d. 8. desember 2018.
Börn Bryndísar og Kristins:
1. Harpa Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1958.
2. Sigurður Kristinsson fagmaður af tölvubraut Tækniskólans, f. 7. desember 1964.
3. Arna Dís Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1972.
Þau Brynhildur Fjóla giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Ting Zhou giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Fyrrum kona Sigurðar er Brynhildur Fjóla Hallgrímsdóttir, f. 7. ágúst 1971. Foreldrar hennar Hallgrímur Jón Ingvaldsson, f. 12. maí 1944, og Kristbjörg Gunnarsdóttir, f. 11. janúar 1945.
Börn þeirra:
1. Eneka Abel Sigurðardóttir, f. 29. júní 1998.
2. Dania Berit Sigurðardóttir, f. 28. júní 2000.
3. Júlía Fídes Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 2002.
II. Kona Sigurðar er Ting Zhou frá Kína.
Börn þeirra:
4. Bryndís Xian Sigurðardóttir, f. 23. janúar 2012.
5. Vilhjálmur Hui Sigurðsson, f. 21. júní 2013.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.