Sigurður Guðjónsson (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Guðjónsson bóndi á Sauðhúsvelli u. Eyjafjöllum fæddist 5. febrúar 1896 og lést 12. maí 1970.
Foreldrar hans voru Guðjón Sigurðsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. þar 1860, d. 24. júlí 1903, og kona hans Rannveig Einarsdóttir frá Steinum þar, húsfreyja, f. 19. júlí 1866, d. 21. október 1945.

Börn Rannveigar og Guðjóns hér:
1. Einarsína Guðjónsóttir, f. 16. júní 1890, dó ung.
2. Jón Guðjónsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum, d. 22. desember 1972.
2. Ólöf Guðjónsdóttir, f. 14. maí 1893, d. 14. apríl 1894.
3. Sigurður Guðjónsson á Hvanneyri, síðar bóndi á Sauðhúsvelli, f. 5. febrúar 1896, d. 12. maí 1970.
4. Þórunn Guðjónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1898, d. 28. nóvember 1990.
5. Dýrfinna Guðjónsdóttir fósturbarn í Holti u. Eyjafjöllum 1910, uppeldisbarn í Reykjavík 1920, síðar saumakona þar, f. 19. júní 1901, d. 3. maí 1975.
6. Einar Guðjónsson járnsmíðameistari í Reykjavík, f. 4. júní 1903, d. 27. nóvember 1992.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Sigurður var 7 ára. Hann kom að Uxahrygg á Rangárvöllum 1905, var þar hjú 1910, en móðir hans var þá vinnukona á Vesturhúsum.
Sigurður var vinnumaður í Hvammi u. Eyjafjöllum 1920.
Þau Margrét fluttu til Eyja 1923, gifu sig þar 1923, bjuggu á Hvanneyri við Vestmannabraut 60, eignuðust tvö börn í Eyjum, en sjö börn í heild, misstu tvö þeirra ung. Þau fluttu að Sauðhúsvelli 1928 og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 1970 og Margrét 1987.

I. Kona Sigurðar, (19. maí 1923) var Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1897, d. 3. nóvember 1987.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurðsson, f. 21. júní 1923 á Hvanneyri, d. 24. maí 2007. Kona hans Halldóra Jóhannsdóttir.
2. Þóra Sigurðardóttir, f. 14. febrúar 1927, síðast í Lækjasmára 8 í Kóp., d. 27. febrúar 2014.
3. Magnús Sigurðsson, f. 27. júlí 1929, d. 1. janúar 1930.
4. Jóna Kristín Sigurðardóttir, f. 28. maí 1932.
5. Magnús Sigurðsson, f. 1. ágúst 1933.
6. Sigmar Sigurðsson, f. 4. september 1938.
7. Einar Sigurðsson, f. 11. febrúar 1941, d. 27. mar 1944.
Fósturbarn þeirra:
8. Þorberg Ólafsson, f. 27. mars 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.