Sigurlína Jóhannsdóttir (Króki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Sigurlína Jóhannsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlína Jóhannsdóttir.

Sigurlína Jóhannsdóttir frá Króki í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, trúboði, starfsmaður á barnaheimili og sjúkrastofnun fæddist þar 11. júlí 1929 og lést 22. febrúar 2022 að Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jóhann Þorsteinsson húsmaður í Króki, bóndi í Sandaseli í Meðallandi, f. 4. september 1897 á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 19. ágúst 1995, og sambúðarkona hans Vilborg Guðmundsdóttir bústýra, f. 12. desember 1893, d. 13. júní 1977.

Sigurlína var með foreldrum sínum í Króki til 1945, í Sandaseli 1945-1958.
Hún stundaði nám í Námsflokkum Reykjavíkur og Kvöldskóla KFUM og lauk námi í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði 1951.
Sigurlína vann við umönnun og hjá dagblaðinu Tímanum.
Hún vann á heilbrigðisstofnun í Danmörku, fór til Grænlands, vann á barnaheimili í Nanortalik þar og starfaði á íslenskri trúboðsstöð þar.
Þau Einar giftu sig 1964, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Eyjum og Reykjavík.
Einar lést 1998 og Sigurlína 2022.

I. Maður Sigurlínu, (11. apríl 1964), var Einar J. Gíslason frá Arnarhóli við Faxastíg 10, forstöðumaður, f. 31. janúar 1923, d. 14. maí 1998.
Barn þeirra:
1. Guðný Einarsdóttir frá Arnarhóli, býr á Englandi, f. 15. mars 1965. Maður hennar Robert Pearson.
Börn Einars úr fyrra hjónabandi sínu með Guðnýju Sigurmundsdóttur:
2. Guðrún Margrét Einarsdóttir meðferðarfulltrúi hjá Samhjálp, f. 16. desember 1949.
3. Guðni Einarsson blaðamaður við Morgunblaðið, f. 23. febrúar 1953 á Faxastíg 6. Kona hans Guðfinna Helgadóttir.
4. Sigurmundur Gísli Einarsson ferðarekandi í Eyjum, f. 26. september 1957 á Arnarhóli. Kona hans Unnur Ólafsdóttir.
5. Drengur, f. 6. október 1963. Dó með móður sinni í fæðingunni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.