Sigurhanna Friðþórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurhanna Friðþórsdóttir, húsfreyja, kennari fæddist 25. ágúst 1972.
Foreldrar hennar voru Friðþór Guðlaugsson frá Sólbergi við Brekastíg 3, vélvirkjameistari, f. 11. október 1926, d. 19. júní 2004, og kona hans Margrét Karlsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 8. janúar 1930, d. 2. október 2022.

Börn Margrétar og Friðþórs:
1. Stefán Friðþórsson lagerstjóri í Reykjavík, f. 27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.
2. Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson, látinn.
3. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona María Tegeder.
4. Andvana fæddur drengur 1968.
5. Sigurhanna Friðþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. ágúst 1972. Maður hennar Jón Atli Gunnarsson.

Þau Jón Atli giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Hrauntún 35.

I. Maður Sigurhönnu er Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri, f. 11. mars 1968.
Börn þeirra:
1. Selma Jónsdóttir, f. 26. mars 1994.
2. Hákon Jónsson, f. 6. apríl 1998.
3. Helena Jónsdóttir, f. 2. apríl 2004.
4. Díana Jónsdóttir, f. 17. maí 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.