Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir
Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 30. janúar 1932 í Dagverðareyri í Hróarstungu í N.-Múl. og lést 13. nóvember 2017 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar Magnús Friðriksson, f. 25. ágúst 1904, d. 2. ágúst 1937, og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, f. 23. ágúst 1909, d. 8. desember 1989.
Sigurborg lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Seyðisfjarðar árið 1948. Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Akureyrar frá 1949 til 1950 og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1958. Sigurborg stundaði síðar framhaldsnám í öldrunarhjúkrun við nýja Hjúkrunarskólann frá 1982 til 1983. Sigurborg var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í Reykjavík árin 1958 til 1959 og var heimavinnandi húsmóðir til ársins 1973. Hún starfaði á Sólvangi í Hafnarfirði sem hjúkrunarfræðingur frá 1973 til 2002, og var deildarstjóri á 4. hæðinni frá 1983 til 1999. Sigurborg ólst upp á Seyðisfirði. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1955 og bjó þar til 1965, þegar hún flutti með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar bjuggu þau fram að gosi, árið 1973. Haustið 1973 flutti hún með fjölskylduna sína til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó æviloka.
Þau Jón Kristinn giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 27, síðast í Hafnarrfirði.
I. Maður Sigurborgar Hlífar var Jón Kristinn Óskarsson loftskeytamaður, f. 22. september 1936, d. 13. maí 2025.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ósk Jónsdóttir, f. 7. mars 1960.
2. Magnús Rúnar Jónsson, f. 10. janúar1962.
3. Ásdís Stefanía Jónsdóttir, f. 29. maí 1963.
4. Óskar Steinar Jónsson, f. 20. maí 1967.
5. Sigurbjörg Guðrún Jónsdóttir, f. 1. október 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.