Sigríður Þórðardóttir (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Þórðardóttir frá Sléttabóli, húsfreyja, verkakona á Eyrarbakka fæddist 24. mars 1921 og lést 12. janúar 1996.
Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.

Börn Guðfinnu og Þórðar voru:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast í Grindavík, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.

Sigríður ólst upp á Sléttabóli, vann að fiskverkun auk húsfreyjustarfa langan hluta starfsævi sinnar.
Hún giftist Þóri 1944, átti með honum tvö börn í Eyjum, fluttist til Eyrarbakka um 1945, bjó í Brennu þar og eignaðist tvö börn.
Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala 1996.

Maður Sigríðar, (13. maí 1944), var Þórir Kristjánsson skipstjóri á Eyrarbakka, f. 17. febrúar 1922, d. 17. apríl 1969. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson formaður, verkamaður, f. 31. maí 1885, d. 26. október 1961, og kona hans Margrét Þóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 15. desember 1887, d. 10. apríl 1951.
Börn þeirra:
1. Þórður Þórisson vélstjóri, stýrimaður, f. 11. desember 1943 á Sléttabóli, fórst með m.b. Hugrúnu 2. mars 1976.
2. Kristján Þórisson vélstjóri, f. 11. desember 1944 í Eyjum, d. 26. janúar 2009.
3. Magnús Þór Þórisson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 16. mars 1950 á Eyrarbakka.
4. Eygerður Þórisdóttir húsfreyja, fangavörður, f. 9. desember 1955 á Eyrarbakka.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.