Sigríður Magnúsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Magnúsdóttir.

Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur fæddist 18. maí 1953 í Rvk.
Foreldrar hennar Magnús Guðjónsson, prestur á Eyrarbakka og í Hfirði, síðan biskupsritari, f. 26. júní 1926, d. 2. október 2010, og kona hans Anna Sigurkarlsdóttir, húsfreyja, f. 14. júlí 1927, d. 26. apríl 2010.

Sigríður varð stúdent í MR 1973, lauk námi í HSÍ í september 1978.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild Bsp. febrúar 1979 til 9. september 1980, á Kungsgärdets Sjukhus í Uppsölum, langlegudeild 20. október 1980 til 1. mars 1982, á lyfl.deild Bsp. 21. febrúar til 26. september 1985, á Sjúkrahúsinu í Eyjum október 1985 til 1. júní 1986, á Reykjalundi 7. júlí 1986 til maí 1987, á Grensásdeild Bsp. febrúar 1988 (1988). Þau Stefán giftu sig 1980, einuðust þrjú börn.

I. Maður Sigríðar, (23. ágúst 1980), er Stefán Niclas Stefánsson, lyfjafræðingur, f. 24. nóvember 1955. Foreldrar hans Stefán Karl Þorláksson, f. 22. maí 1901, d. 13. október 1990, og Lydia Olufa Niclasen Þorláksson, f. 7. janúar 1918, d. 13. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Anna Stefánsdóttir, f. 6. maí 1982.
2. Lydia Stefánsdóttir, f. 11. febrúar 1984.
3. Davíð Stefánsson, f. 18. mars 1987.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.