Sigríður Lárusdóttir (Kirkjuhvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Lárusdóttir.

Sigríður Lárusdóttir frá Kirkjuhvammi við Kirkjuveg 43, húsfreyja, bankafulltrúi fæddist 23. janúar 1936 í Skálholti við Urðaveg og lést 10. ágúst 2021 á Landspítalanum..
Foreldrar hennar voru Lárus Ársæll Ársælsson útgerðarmaður, forstjóri, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990, og kona hans Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1914, d. 15. ágúst 1941.
Síðari kona Lárusar og stjúpmóðir Sigríðar var Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 24. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Börn Ágústu Gísladóttur og Lárusar:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja, bókari, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson rafvirkjameistari, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. júní 1941 í Kirkjuhvammi við Kirkjuvegi 43, d. 5. júlí 2017.

Sigríður var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hennar lést, er Sigríður var á sjötta árinu. Hún var með föður sínum og föðurforeldrum og síðan með föður sínum og Bergþóru síðari konu hans.
Hún lauk verslunarskólarófi í Verslunarskóla Íslands og vann í Útvegsbankanum í Eyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur 1973 starfaði hún í Útvegsbankanum þar, síðar í Íslandsbanka og Glitni til 2001.
Sigríður sat í stjórn Kvenfélagsins Heimaeyjar í mörg ár.
Þau Guðmar giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kirkjuhvammi við Kirkjuveg 43.
Guðmar lést 1967.
Sigríður bjó lengst í Eskihlíð 22, en síðustu árin á Skúlagötu 20. Hún lést 2021.

I. Maður Sigríðar, (10. janúar 1959), var Guðmar Tómasson skipstjóri, f. 6. apríl 1933, d. 25. júlí 19671.
Börn þeirra:
1. Ágústa Guðmarsdóttir, f. 4. júní 1958. Maður hennar Gísli Gíslason.
2. Tómas Guðmarsson, f. 9. nóvember 1959. Kona hans er Erla Helgadóttir.
3. Lárus Bergþór Guðmarsson, f. 16. október 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.