Sigríður Jónsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ og Oddsstöðum fæddist 1767 og lést 24. ágúst 1798.

Þau Bergur giftust 1793 og bjuggu á Kirkjubæ, voru komin að Oddsstöðum 1796. Þau eignuðust 5 börn, sem dóu á fyrsta skeiði lífs.
Sigríður lést 1798.

Maður Sigríðar, („trúlofað og fastnað“ 19. apríl 1793), var Bergur Brynjólfsson bóndi, síðar á Gjábakka og í Stakkagerði, f. 1765, d. 3. febrúar 1840.
Börn þeirra hér:
1. Jón Bergsson, f. 13. október 1793 á Kirkjubæ, d. 19. október 1793 úr „sóttveiki“.
2. Hólmfríður Bergsdóttir, f. 18. desember 1794 á Kirkjubæ. Mun hafa dáið ung. Finnst ekki á mt 1801 né síðar.
3. Margrét Bergsdóttir, f. 27. september 1796 á Oddsstöðum, d. 2. október 1796 úr ginklofa.
4. Þuríður Bergsdóttir, f. 6. október 1797, d. 16. október 1797 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.