Sigríður Guðmundsdóttir (Gvendarhúsi)
Sigríður Guðmundsdóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, vinnukona, fæddist 15. júlí 1828 og lést 29. maí 1890 í Sjólyst.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson frá Miðkoti í V-Landeyjum, bóndi í Ormskoti, f. 1800, drukknaði 3. júní 1833, og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 4. maí 1798, d. 19. september 1830.
Sigríður missti móður sína, er hún var tveggja ára og föður sinn tæpra fimm ára.
Hún var fósturbarn á Sámsstöðum 1840 og 1845, en var vinnukona þar 1855.
Hún fluttist úr Breiðabólsstaðarsókn að Dölum 1856, var vinnukona þar til 1863, vinnukona í Gvendarhúsi 1863-1872, á Steinsstöðum 1874-1880, húskona þar síðla árs 1880, vinnukona í Draumbæ 1881 og 1882, í Presthúsum 1883-1885, á Kirkjubæ 1886, í Sjólyst 1887, þar á sveit 1889.
Sigríður lést í Sjólyst 1890.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.