Sigríður Bergsdóttir (Hlíðarhúsi)
Sigríður Bergsdóttir bústýra í Hlíðarhúsi fæddist 27. júní 1878 og lést 13. febrúar 1963. Hún var frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Faðir hennar var Bergur bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1890; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1850, vinnumaður í Ysta-Skála 1870, tómthúsmaður í Péturshúsi í Eyjum 1910 með annari konu sinni (1898) Elínu Pétursdóttur; fæddur 5. september 1847, d. 20. nóvember 1927, Jónsson bónda í Gíslakoti undir Eyjafjöllum 1845, 1850 og 1860, f. 1810 í Stórólfshvolssókn, Guðmundssonar bónda í Götu í Stórólfshvolssókn 1801 og 1816, f. 1766 á Strandarhöfða í V-Landeyjum, d. 19. nóvember 1832, og konu Guðmundar Jónssonar, Herdísar húsfreyju í Götu, f. 1770 í Klauf í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1843, Andrésdóttur.
Móðir Bergs og kona (1838) Jóns bónda í Gíslakoti var Þuríður húsfreyja í Gíslakoti; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1835, húsfreyja þar 1840, 1845, 1850, 1860, f. 1815 í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Sigurðardóttir bónda þar 1816, f. um 1774 í Suður-Vík í Mýrdal; var hjá Þuríði dóttur sinni í Gíslakoti 1845 og 1855, Sigurðssonar, og konu Sigurðar Sigurðssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1773 í Ytri-Sólheimum í Mýrdal, ekkja í Klömbru undir Eyjafjöllum 1801, í Bakkakoti þar 1816 með seinni manni sínum, Sigurði; d. 7. júlí 1847, Sigurðardóttur.
Móðir Sigríðar og kona Bergs var Katrín húsfreyja, áður (1868) gift Árna Jónssyni í Vallatúni undir Eyjafjöllum; fædd 1845, d. 29. júní 1892, Sigurðardóttir vinnumanns í Vallatúni 1835, f. 3. september 1821, drukknaði 6. apríl 1848, Jónssonar bónda á Sitjanda undir Eyjafjöllum 1816, f. 1765 í Pétursey í Mýrdal, d. fyrir mt 1835, Þorleifssonar bónda í Pétursey í Mýrdal, f. 1722, (kona Þorleifs ókunn); og konu Jóns Þorleifssonar, Katrínar Sigurðardóttur húsfreyju, f. í ágúst 1779 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, látin 25. júní 1856, húsfreyja á Sitjanda 1816, ekkja, vinnukona í Vallatúni 1835 með Sigurð son sinn 14 ára, ekkja í Ottahúsi Eyjum 1845 hjá Þóru Jónsdóttur, dóttur sinni.
Bróðir Sigríðar var Sigurður Bergsson verkamaður á Brekastíg 7C, Efra-Hvoli í Eyjum, f. 19. nóvember 1879, d. 18. júlí 1935; sambýliskona hans var Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir .
Sigríður er 12 ára hjá foreldrum sínum í Varmahlíð 1890, hjú þar 1901. Hún er hjú í Hlíðarhúsi hjá Soffíu Lísebet ekkju og húsfreyju 1910; með barnið Gísla Friðrik Jóhannsson, sama 1920 með Gísla Friðrik og Boga börn sín.
Sambýlismaður Sigríðar var Jóhann Gíslason (Jói á Hól) í Hlíðarhúsi, f. 16. júlí 1883, d. 1. marz 1944.
Börn þeirra Sigríðar og Jóhanns:
1. Gísli Friðrik múrarameistari í Reykjavík, fæddur 22. janúar 1906, dáinn 4. nóvember 1980, síðast í Eyjum. Gísli Friðrik var tvíkvæntur:
Fyrri kona var Stefanía Erlingsdóttir, f. 1910, d. 1992. Síðari kona var Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
2. Bogi rafmeistari í Neista í Eyjum, fæddur 30. september 1920, dáinn 20. maí 2007, kvæntur Halldóru Björnsdóttur frá Siglufirði, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009.
Barn Sigríðar með Jóni Einarssyni útgerðarmanni á Faxastíg 15, Höfðabrekku, f. 5. apríl 1885, d. 26. febrúar 1978.
Barnið þeirra var
3. Karl Jónsson íþróttafrömuður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.