Signý Magnúsdóttir (Hlíðarási)
Signý Viktoría Vilhelmína Magnúsdóttir frá Hlíðarási, húsfreyja fæddist 10. júní 1910 og lést 11. janúar 1965.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson útgerðarmaður í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867, d. 2. ágúst 1949, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1872, d. 14. desember 1940.
Signý var með foreldrum sínum í æsku. Hún var til heimilis í Hlíðarási 1930, en dvaldi á Velli í Hvolhreppi. Hún giftist Sigurjóni 1932. Þau bjuggu á Bakkavelli.
Sigurjón lést 1960 og Signý 1965.
Maður Signýjar, (2. janúar 1932), var Sigurjón Þorkell Gunnarsson bóndi á Bakkavelli í Hvolhreppi, f. 30. maí 1904 á Velli þar, d. 9. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Magnús Gunnar Sigurjónsson bóndi og smiður á Bakkavelli, f. 27. nóvember 1932 á Velli, d. 14. desember 2021. Kona hans Viktoría Þorvaldsdóttir.
2. Guðni Hörður Sigurjónsson trésmiður á Bakkavelli, f. 30. ágúst 1934, d. 19. nóvember 1974.
3. Jónína Guðbjörg Sigurjónsdóttir, f. 1. maí 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.