Sigmar Jónsson (Steinholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigmar Jónsson, frá Sólheimum við Njarðarstíg 15, sjómaður, smiður á Hvolsvelli fæddist 15. apríl 1957 á Sólheimum.
Foreldrar hans Jón Einarsson, bóndi, f. 1. mars 1930 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, d. 10. apríl 2016, og kona hans Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir frá Búðarhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 31. desember 1934, d. 23. júní 2022.

Börn Valgerðar og Jóns:
1. Sigmar Jónsson smiður á Hvolsvelli, f. 15. apríl 1957. Kona hans Hólmfríður Kristín Helgadóttir.
2. Einar Jónsson flugvallarstarfsmaður, f. 1. febrúar 1959. Kona hans Unnur M. Sævarsdóttir.
3. Harpa Jónsdóttir verkakona, f. 21. apríl 1962. Barnsfaðir hennar Axel Þór Pálsson.
4. Grettir Jónsson verkamaður, f. 18. nóvember 1967.
5. Jón Valur Jónsson verkamaður, f. 2. júlí 1973. Kona hans Sigríður Sigmarsdóttir.
6. Eiríkur Ingvi Jónsson, f. 20. nóvember 1980. Kona hans Berglind Ó. Sigvarðsdóttir.

Sigmar var sjómaður í Eyjum, síðan smiður á Hvolsvelli.
Þau Hólmfríður Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Hvolsvelli.

I. Kona Sigmars er Hólmfríður Kristín Helgadóttir, frá Hvolsvelli, húsfreyja, f. 25. janúar 1961.
Börn þeirra:
1. Elísabet Rut Sigmarsdóttir, húsfreyja, f. 8. október 1982 á Selfossi.
2. Jón Ægir Sigmarsson, f. 1. maí 1987 á Selfossi.
3. Rúnar Helgi Sigmarsson, f. 24. nóvember 1998 á Selfossi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.