Sigfríður V. Ásbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir kennari fæddist 28. apríl 1950.
Foreldrar hennar voru Ásbjörn Pálsson frá Hærukollsnesi í Geithellnahreppi, S.-Múl., húsasmíðameistari, f. 7. janúar 1914, d. 11. apríl 2004 og barnsmóðir hans Vilborg Sveinsdóttir frá Bakka í Borgarfirði eystra, síðar húsfreyja í Brandagili í Hrútafirði, f. 5. október 1918, d. 2. maí 1997.

Sigfríður lauk kennaraprófi 1971, sótti ýmis námskeið.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1971-1972, Barnaskólanum á Stokkseyri 1972-1974, Barnaskóla Hraungerðishrepps, Árn. 1974-1975, Fellaskóla í Rvk 1976-1977, Grunnskólanum á Stokkseyri 1977-1980, Grunnskólanum á Hofsósi 1981-1988, á Flateyri 1988-1996, í Háteigsskóla í Rvk 1997-2007, í Klébergsskóla á Kjalarnesi og víðar.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Kristinn lést 1995.

I. Maður Sigfríðar var Kristinn Jónsson stýrimaður, f. 21. janúar 1953, fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október 1995. Foreldrar hans voru Sigurður Jón Stefánsson verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1929, d. 5. febrúar 2012 og Svava Torfadóttir, f. 21. janúar 1932.
Börn þeirra:
1. Jón Gunnar Kristinsson vélfræðingur, f. 3. janúar 1974. Kona hans Bryndís Jónsdóttir.
2. Svavar Knútur Kristinsson, tónlistarmaður, söngvari, f. 21. janúar 1976. Fyrrum sambúðarkona hans Pálína Snorradóttir. Kona hans Líney Úlfarsdóttir.
3. Vilmundur Torfi Kristinsson verkfræðingur, f. 27. júní 1990. Kona hans Oddný Huld Halldórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.
  • Sigfríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.