Ráðhildur Jónsdóttir (Sólvangi)
Ráðhildur Jónsdóttir frá Staðarfelli við Kirkjuveg 53, húsfreyja í Reykjavík fæddist 18. október 1916 og lést 16. maí 2007 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson sjómaður frá Hóli í Skagafirði, f. 4. september 1891, drukknaði 3. september 1916, og barnsmóðir hans Elenóra Ingvarsdóttir, f. 31. desember 1886 á Kalmanstjörn í Höfnum, Gull., d. 25. apríl 1977.
Ráðhildur var með móður sinni í æsku, með henni á Staðarfelli, á Sólvangi við Kirkjuveg 29 1920.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Hlíðarhvammi 11 í Kópavogi.
Sigurður lést 1988.
Ráðhildur bjó í Gullsmára og síðast á Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést 2007.
I. Maður Ráðhildar var Sigurður Gunnlaugsson frá Hofsárkoti í Svarfaðardal, verkamaður, verslunarmaður, f. 8. maí 1912, d. 6. júlí 1988. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson bóndi, f. 24. maí 1878, d. 17. desember 1921, og kona hans Anna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1874, d. 23. nóvember 1957.
Börn þeirra:
1. Guðrún Valgerður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1939. Fyrrum maður hennar Auðunn Hafnfjörð Jónsson.
2. Kristinn Sigurðsson, f. 9. apríl 1944.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 24. maí 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.