Runólfur Runólfsson (Bræðratungu)
Fara í flakk
Fara í leit
Runólfur Runólfsson, Bræðratungu, fæddist á Stokkseyri 12. desember 1899 og lést 4. júní 1983. Runólfur flutti til Vestmannaeyja um 1920 með foreldrum sínum, Sólrúnu Guðmundsdóttur og Runólfi Jónassyni. Formennsku tók hann á Halkion árið 1922 og hafði formennsku þar í fimm ár. Eftir það tók Stefán Guðlaugsson í Gerði við bátnum og var Runólfur þá vélamaður eða stýrimaður. Eftir að Runólfur hætti á sjónum vann hann sem vélamaður í Vinnslustöð Vestmannaeyja.
Myndir
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.