Richard Þorgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Richard Björgvin Þorgeirsson.

Richard Björgvin Þorgeirsson frá Vestara-Stakkagerði, umboðsmaður fæddist 4. desember 1928 í Kaupangi við Vestmannabraut 31 og lést 19. janúar 2009.
Foreldrar hans voru Þorgeir Frímannsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963, og kona hans Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972.

Börn Láru og Þorgeirs:
1. Guðrún K. Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927, d. 4. júní 2010.
2. Richard Björgvin Þorgeirsson, f. 4. desember 1928, d. 19. janúar 2009.
3. Perla Kristín Þorgeirsdóttir, f. 20. janúar 1933, d. 4. maí 2012.
4. Sturla Friðrik Þorgeirsson, f. 25. nóvember 1933, d. 23. mars 2016.

Richard dvaldi langdvölum á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna berklasjúkdóms síns og afleiðinga hans.
Hann var síðar í endurhæfingu og var starfsmaður á Reykjalundi um átta ára skeið, vann við símavörslu og bókhald.
Eftir flutning til Eyja vann hann hjá Kaupfélaginu og á Skattstofunni.
Richard varð umboðsmaður Almenna Bókafélagsins og síðast umboðsmaður Sjóvá-Almennra trygginga og vann þar til starfsloka 70 ára.
Þau Þórdís giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hvíld við Faxastíg 14, og í Birkihlíð 1 við Gos 1973 og síðan.
Richard lést 2009 og Þórdís Vilborg 2020.

I. Kona Richards, (7. desember 1963), var Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, verkakona, matráðskona, f. 10. september 1936, d. 22. júní 2020.
Börn þeirra:
1. Hlynur Geir Richardsson, f. 7. desember 1958. Kona hans Þórunn Jónsdóttir.
2. Þorgeir Richardsson, f. 26. apríl 1964. Kona hans Þórdís Sigurjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 24. janúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.