Rebekka Magnúsdóttir (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rebekka Magnúsdóttir frá Sólvangi, hárgreiðslumeistari fæddist 20. júlí 1905 og lést 29. september 1980.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson skipstjóri, ritstjóri, skáld, kennari, organisti á Sólvangi, f. 1. september 1875 á Geldingaá í Melasveit í Borgarfirði, d. 6. febrúar 1946, og kona hans Hildur Ólafsdóttir frá Landamótum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1882, d. 18. maí 1917.

Börn Hildar og Magnúsar:
1. Ólafur Magnússon ritstjóri, læknisfræðinemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var Ágústa Petersen.
2. Jón Magnússon skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
3. Rebekka Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.
4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.
5. Kristinn Magnússon skipstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984. Kona hans Helga Jóhannesdóttir.
6. Sigurður Magnússon bæjarverkstjóri, f. 13. apríl 1909, d. 24. nóvember 2004. Kona hans Jóhanna Magnúsdóttir.
7. Ingólfur Magnússon, f. 31. mars 1910, d. 9. janúar 1911.
8. Unnur Magnúsdóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 7. júní 1913, d. 19. september 2002. Maður hennar Hinrik G. Jónsson.
9. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 7. maí 1915, d. 13. nóvember 1915.
10. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000. Maður hennar Axel Halldórsson.

Rebekka var með foreldrum sínum uns móðir hennar lést 1917, en síðan með föður sínum á Sólvangi til fullorðinsára, var með honum 1927 með dóttur sína hjá sér. Barnið lést 1929 og Rebekka var farin 1930.
Hún nam hárgreiðslu og vann við þá iðn, bjó á Fífilgötu 2 1940, en var ekki í Eyjum 1945, en var á Miðstræti 14 1972. Hún bjó síðast í Reykjavík, var jarðsett í Eyjum.

I. Barnsfaðir hennar var Gísli Friðrik Johnsen, f. 11. janúar 1906, d. 8. október 2000.
Barn þeirra var
1. Bergþóra Gísladóttir, f. 19. september 1927 á Sólvangi, d. 15. maí 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.