Rannveig Ólafsdóttir (Stakkahlíð)
Rannveig Ólafsdóttir frá Miðbýli í Akraneshreppi, húsfreyja fæddist 27. apríl 1884 í Háuhjáleigu þar og lést 19. júlí 1941.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson síðar bóndi í Miðbýli í Akraneshreppi, f. 22. nóvember 1853 í Hlíðartúni í Sökkólfsdal í Dalasýslu, d. 22. nóvember 1922 í Eyjum, og kona hans Jóhanna Guðbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja frá Suðurríki hjá Borg á Mýrum, f. 20. júní 1856, d. 23. nóvember 1902.
Rannveig var með fjölskyldu sinni á Miðbýli 1890, var vinnukona á Laugavegi 19 í Reykjavík 1901.
Þau Ásbjörn fluttust með sr. Ingvari Nikulássyni að Skeggjastöðum við Bakkafjörð 1907.
Rannveig giftist í nóvember 1907, eignaðist Kára Cogill 1908 og bjó á Höfn í Bakkafirði 1909.
Þau Ásbjörn fluttust frá Höfn til Eyja 1909 með Kára, bjuggu í Stakkahlíð 1910, í Götu 1911 og 1912, á Gjábakka 1913 og 1914, á Jaðri 1915, á Bifröst 1916.
Þau fluttust á Bakkafjörð 1917 með 3 af börnum sínum og til Reykjavíkur 1919. Þar bjuggu þau síðan.
Rannveig lést 1941.
Maður Rannveigar, (30. nóvember 1907), var Ásbjörn Pálsson sjómaður, f. 2. september 1880, d. 14. október 1952.
Börn þeirra voru:
1. Kári Coghill Ásbjörnsson þjónn, f. 2. ágúst 1908, d. 11. september 1932, ókv.
2. Úlla Jóhanna Dollý Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. júní 1910 í Stakkahlíð, d. 25. febrúar 1968. Maður hennar var Tyrfingur Þórðarson vélstjóri.
3. Hlöðver Ólafur Ásbjörnsson, f. 31. maí 1912 í Götu, d. 10. maí 1913.
4. Sigríður Pálma Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. september 1913, d. 4. júlí 1986. Maður hennar var Jóhannes Guðmundsson vélstjóri.
5. Hulda Fanný Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Belgíu, f. 22. janúar 1915 á Jaðri, d. 1969. Maður hennar var Lucane Eduware siglingafræðingur.
6. Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, f. 19. janúar 1917 á Bifröst, fórst á stríðsárunum, ókv.
7. Hlöðver Óliver Ásbjörnsson stýrimaður á Dettifossi, f. 21. maí 1918 á Bjargi í Bakkafirði, d. 21. febrúar 1945, ókv.
8. Ólafur Hafsteinn Ásbjörnsson húsgagnabólstrari í Kaupmannahöfn, f. 22. júlí 1920 í Reykjavík. Kona hans var Guðný Hreiðarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.