Rannveig Sverrisdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Sverrisdóttir frá Nýjabæ í Meðallandi, V.-Skaft., vinnukona, húsfreyja fæddist þar 21. september 1872 og lést 15. febrúar 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sverrir Magnússon bóndi í Nýjabæ, f. 7. febrúar 1823, d. 17. september 1908, og síðari kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1836, d. 4. ágúst 1929 í Eyjum.

Bræður Rannveigar í Eyjum voru:
1. Jón Sverrisson yfirfiskimatsmaður, f. 22. janúar 1871, d. 5. mars 1968.
2. Þorlákur Sverrisson kaupmaður á Hofi, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943.

Rannveig var með foreldrum sínum í Nýjabæ í Meðallandi til 1874, í Klauf þar 1874-1882, var hjá foreldru sínumí Efri-Ey þar 1882-1883, í Klauf 1883-1884. Hún var tökubarn og síðan vinnukona á Hörgslandi á Síðu 1884-1892, hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum í Meðallandi 1892-1899, í Skálmabæjarhraunum í Álftaveri 1899-1900, vinnukona á Mosfelli í Grímsnesi 1900-1902, fór þá til Reykjavíkur, var þar vinnukona 1910.
Hún kom til Eyja 1920, var vinnukona í Háagarði, fór til Rvk 1921, var þar vinnukona það ár, síðan á eigin heimili til æviloka.
Hún eignaðist barn með Þórði 1910.

I. Barnsfaðir Rannveigar var Þórður Magnússon bókbindari, f. 17. febrúar 1881, d. 28. nóvember 1964.
Barn þeirra:
3. Hulda Þórðardóttir bókbindari, iðnverkakona, húsvörður, f. 7. mars 1910, d. 27. janúar 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.