Rannveig Oddsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rannveig Oddsdóttir.

Rannveig Oddsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja, verkakona fæddist þar 22. mars 1920 og lést 22. apríl 2012 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson bóndi, verkamaður, kennari, efnisvörður, afgreiðslumaður, f. 26. mars 1894, d. 15. maí 1968, og kona hans Guðrún Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1899, d. 15. desember 1982.

Börn Ágústu og Odds:
1. Rannveig Oddsdóttir húsfreyja, verkakona í Rvk, f. 22. mars 1920 á Þykkvabæjarklaustri, d. 22. apríl 2012. Maður hennar Kjartan Friðriksson
2. Jón Rafn Oddsson sjómaður, útgerðarmaður á Ísafirði, f. 24. maí 1926, d. 7. júní 2015. Kona hans Sigþrúður Gunnarsdóttir.
3. Þuríður Oddsdóttir, síðar húsfreyja á Flórída, f. 24. maí 1928 í Vík, d. 27. mars 2018. Maður hennar Kristófer Eyjólfsson.

Rannveig var með foreldrum sínum, flutti með þeim að Eystri-Vesturhúsum 1920 og var með þeim þar til 1922, var með þeim í Hraunbæ í Álftaveri 1922-1926, hjá þeim í Vík í Mýrdal 1926-1938. Hún fór með þeim til Reykjavíkur 1938, var hjá þeim 1939.
Síðar vann hún á Hótel Esju, var þar aðstoð í eldhúsi og seinna vann hún í Kassagerð Reykjavíkur þar sem hún endaði starfsaldur sinn.
Hún dvaldi á Skjóli síðust 5 ár sín.
Þau Kjartan giftu sig 1940, eignuðust níu börn, en misstu tvö þeirra ung.
Kjartan lést 1996 og Rannveig 2012.

1. Maður Rannveigar (1. júní 1940), var Kjartan Friðriksson verkamaður, f. 20. janúar 1913, d. 20. mars 1996. Foreldrar hans vor Friðrik Hansson frá Selvogi, sjómaður, verkamaður, f. 23. október 1866, d. 23. apríl 1948, og kona hans Jónína Björg Jónsdóttir frá Krossi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 21. febrúar 1877, d. 16. nóvember 1956.
Börn þeirra::
1. Sigríður Rut Kjartansdóttir, f. 22. janúar 1940, d. 22. júní 1940.
2. Jónína Guðrún Kjartansdóttir matsveinn, f. 14. mars 1941, d. 10. janúar 2017. Fyrrum maður hennar Hreinn Sigurgeirsson.
3. Hrafnhildur Kjartansdóttir, þerna, bryti, f. 6. apríl 1943, d. 13. apríl 2003.
4. Finnur Sæmundur Kjartansson, f. 13. október 1944. Kona hans Emilía Sigríður Sveinsdóttir.
5. Ágúst Oddur Kjartansson, f. 8. september 1946. Kona hans Guðrún Sveinbjörnsdóttir.
6. Kjartan Ragnar Kjartansson, f. 22. nóvember 1949, d. 8. júní 1953.
7. Ragna Sigríður Kjartansdóttir, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Friðgeir Þráinn Jóhannesson.
8. Þórir Kjartansson, f. 26. júlí 1956. Kona hans Arna Magnúsdóttir.
9. Helga Kjartansdóttir, f. 21. nóvember 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. maí 2012. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.