Ragnhildur Þórarinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnhildur Þórarinsdóttir.

Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja fæddist þar 23. október 1908 og lést 29. mars 1993.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Gíslason verslunarmaður, verslunarstjóri, útgerðarmaður á Lundi, f. 4. júní 1880 í Juliushaab, d. 12. febrúar 1930, og kona hans Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1887 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 24. júlí 1960.

Börn Þórarins og Matthildar:
1. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja á Hellu á Rangárvöllum, f. 23. október 1908 á Lundi, d. 29. mars 1993.
2. Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 1. október 1911 á Lundi, d. 21. ágúst 1998.
3. Ása Þórarinsdóttir, f. 25. desember 1914 á Lundi, d. 2. mars 1915.
4. Hildur Þóra Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1918 á Lundi, d. 17. júní 1975.
5. Theodóra Ása Þórarinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. ágúst 1925 á Lundi, d. 12. september 2015.

Ragnhildur var með foreldrum sínum í æsku, var hjá þeim á Lundi 1927.
Hún eignaðist Rudolf með Helmut klæðskera 1928. Þau giftu sig 1929, bjuggu í Bifröst í nokkur ár. Ragnhildur veiktist af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstöðum í 7 ár. Afi Rudolfs sótti hann og fór með hann til Þýskalands, þar sem hann dvaldi meðan móðir hans var á Vífilsstöðum. Þau Helmut og Ragnhildur fóru til Þýskalands rétt fyrir stríð og sóttu drenginn.
Þau bjuggu á Sólvangi 1940.
Fjölskyldan fluttist til Hellu um 1942, þar sem Helmut rak klæðskeraverkstæði.
Helmut lést 1958.
Ragnhildur fluttist til Reykjavíkur, var ráðskona hjá Guðna Ólafssyni í Ingólfsapóteki og vann í apótekinu.
Ragnhildur giftist Gesti 1963 og bjó í Reykjavík.
Hún lést 1993.

Ragnhildur var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (24. desember 1929), var Helmut Stolzenwald klæðskerameistari frá Þýskalandi, f. 24. febrúar 1901, d. 5. febrúar 1958.
Barn þeirra:
1. Rudolf Þórarinn Stolzenwald klæðskerameistari, framkvæmdastjóri á Hellu, f. 23. ágúst 1928 á Lundi, d. 1. maí 1987.

II. Síðari maður Ragnhildar, (19. október 1963), var Gestur Ólafsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits Ríkisins, f. 10. júní 1906 á Ánastöðum á Mýrum, Mýras., d. 23. september 1971. Foreldrar hans voru Ólafur Þorláksson vinnumaður, f. 26. ágúst 1872, og Árný Ólöf Ingibjörg Jóhannesdóttir vinnukona, f. 30. ágúst 1875, d. 28. nóvember 1944. Fósturforeldrar Gests voru Jón Bjarnason bóndi á Ánastöðum, f. 10. júlí 1868, d. 22. júní 1934 og kona hans Guðlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 12. maí 1869, d. 17. apríl 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. apríl 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sólveig Stolzenwald.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.