Ragnheiður Ármannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnheiður Ármannsdóttir húsfreyja, leiðsögumaður. Hún er með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, f. 29. janúar 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, skólameistari, ritstjóri, f. 10. janúar 1935, d. 16. mars 2020, og kona hans Anika Jóna Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 14. desember 1934.

Börn Aniku Jónu og Ármanns:
1. Ragnheiður Ármannsdóttir, með B.A.-próf í frönsku og spænsku, M.A.-próf í alþjóðasamskiptum, leiðsögumaður, f. 29. janúar 1963 í Eyjum. Maður hennar Leifur Björnsson.
2. Ragnar Ármannsson, læknir, sérfræðingur í svæfingum, f. 9. september 1965 í Eyjum. Kona hans Kristín Axelsdóttir.
3. Eyjólfur Ármannsson, lögmaður LLM, alþingismaður, ráðherra, f. 23. júlí 1969 í Eyjum.
4. Kristín Rósa Ármannsdóttir, með M.A.-próf í lýðheilsuvísindum, hjúkrunarfræðingur, f. 27. október 1972 í Eyjum. Maður hennar Jón Heiðar Ólafsson.

Þau Leifur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Maður Ragnheiðar er Leifur Björnsson úr Rvk, leiðsögumaður, f. 20. nóvember 1961. Foreldrar hans Iðunn Steinsdóttir, f. 5. janúar 1940, og Björn Rúnar Friðfinnsson, f. 23. desember 1939, d. 11. júlí 2012.
Börn þeirra:
1. Ármann Leifsson, f. 6. september 2002.
2. Björn Leifsson, f. 21. mars 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.