Ragnheiður Jónsdóttir (Grund)
Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja fæddist 24. febrúar 1899 og lést 19. júlí 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson bóndi á Engimýri og Hólum, f. 3. júlí 1871, d. 24. apríl 1937, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1878, d. 21. apríl 1968.
Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku, á Hólum 1910 og 1920.
Þau Stefán hófu búskap í Glerárþorpi, en fluttu síðan á Norðurgötu 15 á Akureyri, þar sem þau ólu upp börn sín.
Þau fluttust til Eyja 1955 með nokkrum börnum sínum, unnu að stækkun Grundar með fjölskyldunni í Eyjum og bjuggu þar til Goss og að því loknu.
Þau fluttust í Hraunbúðir og dvöldu þar til dánardægurs.
Stefán lést 1977 og Ragnheiður 1980.
I. Maður Ragnheiðar var Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, smiður í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977.
Þau eignuðust ellefu börn en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund, síðar á Sauðárkróki og Akureyri, f. 9. desember 1945.
Heimildir
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið. Minning afkomenda.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.