Ragnar Freyr Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Freyr Pálsson, þjónn, matreiðslumaður í Noregi, hótelrekandi, ferðamálafrömuður, fæddist 25. nóvember 1973.
Foreldrar hans Klara Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3. mars 1955 og maður hennar Páll Ragnarsson skrifstofumaður, f. 4. ágúst 1952, d. 1. janúar 1983.

Börn Klöru og Páls:
1. Ragnar Freyr Pálsson þjónn, matreiðslumaður í Noregi, hótelrekandi, ferðamálafrömuður, f. 25. nóvember 1973. Fyrrum sambúðarkona hans Telma Björk Bárðardóttir. Kona hans Linda K. Pálsson, norskrar ættar.
2. Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi, bæjarfulltrúi á Selfossi, f. 17. nóvember 1982. Maður hennar Tómas Davíð Ibsen Tómasson.
Börn Klöru og Víðis:
3. Hlynur Víðisson tölvunarfræðingur, f. 17. desember 1993, ókvæntur.
4. Birkir Víðisson heilsugæslulæknir, f. 25. mars 1995. Sambúðarkona hans Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir.

Þau Telma Björk hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Linda giftu sig, hafa ekki eignast börn saman.

I. Fyrrum sambúðarkona Ragnars Freys er Telma Björk Bárðardóttir af Seltjarnarnesi, vinnur við umönnun aldraðra í Noregi, f. 21. júlí 1974. Foreldrar hennar Bárður Guðlaugsson, f. 3. júní 1955, og Guðný Pála Skarphéðinsdóttir, f. 24. mars 1956.
Börn þeirra:
1. Heiðar Páll Ragnarsson, f. 16. september 1996.
2. Atli Freyr Ragnarsson, f. 3. ágúst 2006.

II. Kona Ragnars Freys er Linda K. Pálsdóttir, norskrar ættar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.